Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2020
Hvað bíður okkar hinumegin ???
6.11.2020 | 00:40
Hér ætla eg að skrifa um það sem eg er að lesa, um það sem bíður mín/okkar þegar við kveðjum jarðlífið, hvað bíður okkar hinumegin? Þetta eru frásagnir þeirra sem hafa verið úrskurðaðir látnir en tekist hefur að endurlífga.
Eg hef svo lengi sem eg man alltaf haft þetta einkennilega áhugamál hvað tekur við eftir þetta líf og hef eg lesið allar þær bækur sem eg hef komist yfir um þetta efni (mis góðar eða trúverðugar).
Það var ekki fyrr en á 8. áratug síðustu aldar eða þegar hjartastuðtækin komu til sögunnar að fólk sem hægt var að endurlífga t.d. eftir slys fór að segja frá upplifun sinni hinumegin á meðan það var úrskurðað látið af læknum og lá á skurðarborðinu, eða lá slasað á götunni eftir bílslys og svo það sem á eftir kom hinumegin.
Í fyrstu þorði fólk ekki að tala um þessar upplifanir sínar af ótta við að verða talið ruglað eða jafnvel geðbilað, því fæstir trúðu þessu rugli. Þetta var því eitthvað sem fólk geymdi bara með sjálfu sér.
Í gegnum árin er þetta orðið breytt og ekki lengur eins mikið feimnismál eftir að læknar, heila- og taugasérfræðingar og fleira fagfólk fór að leggja við hlustir og skrifa um rannsóknir sínar á þessum málum.
Á undanförnum árum/áratugum hafa tauga- og heilasérfræðingar víðsvegar í heiminum helgað sig ýmsum rannsóknum og birt niðurstöður sínar og skrifað um þær bækur. Hvað er að gerast í líkamanum/heilanum þegar sálin yfirgefur líkamann. Þær upplifanir og ferli sem hinn deyjandi gengur í gegnum og segir síðar frá (eftir að hafa verið endurlífgaður), voru mörgum efnishyggju- og vísindamanninum erfiður biti að kyngja, en reyndust óhrekjanlegar. Þessar rannsóknir voru óviðkomandi bæði trú þess endurlífgaða og sérfræðinganna sem voru af ýmsum túarbrögðum eða trúlausir.
Hjá þeim sjúklingum sem höfðu haft slíkar dauðaupplifanir, hvarf öll dauðaangist, þeir vissu nú að líkamlegur dauði væri ekki endalok alls.
Óteljandi bækur hafa verið skrifaðar um þetta efni á hinum ýmsu tungumálum síðustu 30-40 árin, m.a. af heila- og taugasér- fræðingum.
Er ekki kominn tími til að einhver góður þýðandi hér á landi taki það verkefni að sér að þýða bók/bækur um þetta efni eftir einhverja trúverðuga rannsakendur??
Eg hef hugsað mér að núna eftir að vera hætt að vinna hafi eg góðan tíma til að setjast niður og þýða einhverja kafla úr þessum bókum sem eg hef verið að safna að mér síðustu árin og finnst mér nauðsynlegt að aðrir fái að lesa um þessar rannsóknir og frásagnir lækna og þeirra skjólstæðinga, eða er þetta virkilega enn í dag feimnismál sem fólk er hrætt við að tala um? Við eigum jú öll eftir að flytja héðan.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)